Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2010 10:50

Fuglalíf blómstrar

Hjá Náttúrustofu Vesturlands er lokið árlegri talningu vetrarfugla sem fer fram í kringum áramót. Að þessu sinni voru fuglar taldir mun víðar á Snæfellsnesi en áður.

Á talningarsvæðunum voru samtals um 20 þúsund fuglar af 33 tegundum. Fuglalífið var óvenju blómlegt líkt og síðasta vetur, að líkindum vegna mikillar síldargengdar í Breiðafirði annan veturinn í röð. Algengasti fuglinn var æðarfugl en þar á eftir komu hvítmáfur og svartbakur. Af einstökum talningarsvæðum voru flestir fuglar í Grundarfirði, 6.562 talsins.

Náttúrufræðistofnun tekur við niðurstöðum talninganna og búast menn þar á bæ við að talið hafi verið á um 170 svæðum á Íslandi í ár. Talningarmenn á Snæfellsnesi að þessu sinni voru Daníel Bergmann, Róbert A. Stefánsson og Jón Einar Jónsson.

Nánari fróðleik um talninguna má sjá á vef Náttúrustofu Vesturlands http://www.nsv.is

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is