08. janúar. 2010 02:38
Nemendur og starfsfólk í Grundaskóla á Akranesi söfnuðu fyrir jólin tæpum 200 þúsund krónum sem afhentar voru Rauða krossinum til aðstoðar börnum á Malaví. Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri segir að lengi vel hafi nemendur skipst á gjöfum að hámarki 500 krónur fyrir jólin. “Þessu var hætt og í staðinn ákváðum við að hjálpa þeim sem verulega þyrftu á að halda. Þetta er í fjórða skiptið sem við söfnum svona og árangurinn er góður,” segir Hrönn.