11. janúar. 2010 07:04
Kvennalið Snæfells mátti sætta sig við stórt tap gegn taplausu liði KR stúlkna á laugardag í Hólminum í keppninni í Iceland Express deildinni. Lokatölur urðu 76:47. KR var stigi undir í hálfleik, 22:21, en tók leikinn eftir það í sínar hendur og gerði 55 stig gegn 25 í síðari hálfleik. Stigahæst hjá Snæfelli var nýliðinn Sherell Hobbs frá Bandaríkjunum með 18 stig en Björg Einarsdóttir setti 10 stig. Í liði KR setti Jenny Pfeiffer-Finora niður 15 stig og Margrét Sturludóttir 14.