11. janúar. 2010 10:56
Hálka er nú á Holtavörðuheiði en hálkublettir í Borgarfirði, á Mýrum, á Bröttubrekku og í Miðdölum. Í öðrum landshlutum er það helst að frétt að hálkublettir eru á kafla austan við Selfoss. Einnig eru nú hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu, á Kjalarnesi, Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Á Vestfjörðum er nokkur hálka í Djúpinu. Aðalleiðir eru auðar á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðausturlandi er víða nokkur hálka - ýmist skráð sem hálka eða hálkublettir.