Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2010 11:23

Segir Icesave og líf ríkisstjórnar tvö óskyld mál

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki rétt sem komið hafi fram í fréttum að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavemálið hafi jafnframt áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar eða líf hennar hvernig svo sem atkvæðagreiðslan fer. Hann segir að um sé að ræða tvö algjörlega óskyld mál. “Ákvörðun forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu er samkvæmt stjórnskipan landsins. Að senda málið í þjóðaratkvæðagreiðslu kemur stöðu ríkisstjórnarinnar ekki við sem slíkri. Ef það ætti að fara að kjósa um líf ríkisstjórnarinnar samhliða því sem kosið er um Icesave þá er verið hnýta tvö óskyld mál saman og draga athyglina frá því máli sem raunverulega er verið að kjósa um sem er loka útgáfa Icesave samninganna,” segir Jón. Hann segir ríkistjórnina hafa fengið miklu áorkað á mörgum sviðum við ótrúlega erfiðar aðstæður. Ábyrgð hennar er því mikil að haldið sé áfram á sömu braut.

“Í Icesavemálinu er ljóst að ekki hefur tekist að sameina þjóðina baki þeim samningum sem afgreiddir voru af þinginu nú í lok desember. Komin er upp ný staða eftir synjun forsetans á staðfestingu laganna og vísan þeirra til þjóðarinnar. Sú ákvörðun hefur vakið mikla athygli en staða okkar er áfram þröng. Okkur ber skylda til að vinna úr þeirri stöðu jafnframt því að nýta þau sóknarfæri og möguleika sem hafa skapast í umræðunni síðustu daga bæði hér heima og erlendis.  Það er afar sterk ósk frá samfélaginu um sátt hér innanlands og þverpólitíska nefnd sem metur stöðuna og leitar leiða til að ná samkomulagi við gagnaðila okkar jafnframt því sem þjóðaratkvæðagreiðslan er undirbúin. Ennfremur er sjálfssagt að leita hófanna um hlutlausa milligöngumenn, sáttasemjara, ef það er raunhæfur kostur og freista þess að leysa málið þannig að báðir aðilar geti við unað. En tíminn er naumur í þeim efnum,” sagði Jón að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is