Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2010 08:03

Enn neitar ríkið að borga af Laugahúsunum

“Það er svo sem ekkert nýtt að frétta af þessum málum. Ríkið er eins og það er og hver vísar á annan en við reynum til þrautar,” segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, aðspurður um deilur milli sveitarfélagsins og ríkisins vegna fasteignagjalda af húsum ríkisins á Laugum í Sælingsdal. Ríkið á þrjá fjórðu hluta af húsunum á Laugum en Dalabyggð fjórðung. Sveitarfélagið hefur séð um viðhald eignanna en skólahald lagðist þar af árið 2000. Síðan hafa sveitarfélagið og fleiri verið að nota húsin, meðal annars til reksturs skólabúða og hótels og ríkið neitar að borga fasteignagjöld.

“Rökin eru þau að ríkið sé ekki að nota húsin en þau rök teljum við ekki halda. Það eru fjölmargir húseigendur um land allt sem nota húseignir sínar lítið eða ekkert en samt ber þeim að greiða af þeim fasteignagjöld,” segir Grímur en stutt er síðan sveitarstjórn sendi menntamálaráðuneytinu ítrekun um málið og krafðist þess að lausn yrði fundin. Lögfræðingar eru að skoða málið og Dalamenn vonast til þess að vangoldin fasteignagjöld verði að lokum greidd og að ríkið taki þátt í viðhaldi húsanna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is