12. janúar. 2010 01:02
Í dag kl. 16.00 hefst fundur í bæjarstjórn unga fólksins í bæjarþingsalnum á þriðju hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Akranesi. Þar munu ungir Akurnesingar hafa framsögu og taka þátt í umræðum. Fundardagurinn er valinn í tilefni af því að í dag er 30 ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi. Fundurinn í dag er öllum opinn.