Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2010 09:05

Valdís sýnir piparkökuhúsin á Akranesi

Valdís við eitt fjölmargra verðlaunahúsa sinna.
Valdís Einarsdóttir á Akranesi skipar heiðursflokk piparkökugerðarfólks hér á landi. Hún hefur um langt árabil lagt sig fram, sér og öðrum til gleði og ánægju, að baka piparkökuhús fyrir jólin. Fyrirmyndirnar sækir hún víðsvegar að en helst eru þær þekktar byggingar. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar tók Valdís til við þetta áhugamál sitt af alvöru, ef svo má að orði komast, og níu sinnum hlaut hún fyrstu verðlaun í keppni sem Katla efndi til. Síðustu tvö árin hefur hún því tekið þátt sem einskonar „heiðursverðlaunahafi“ í þessum efnum. Valdís hefur verið fús að deila þessari iðju sinni með öðrum og sýnt afraksturinn m.a. í verslunarmiðstöð í Reykjavík, í listamiðstöðinni að Kirkjuhvoli á Akranesi, á Dvalarheimilinu Höfða og nú á sýningunni Íþróttir í 100 ár að Stillholti.

Húsin sem eru til sýnis þar eru Alþingishúsið, Haraldarhús, Höfði, Fríkirkjuvegur 11 í Reykjavík – hús Thors Jensen - og bærinn Vík, innar með ströndinni á Akranesi, ásamt ætluðum Grýlu- og Leppalúðahelli þar í grennd, jólasveinum og jólakettinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is