Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2010 01:01

Fjöldi manns undirbýr næstu hvalveiðivertíð

Frá því í haust hefur fjöldi manna verið að störfum í Hvalstöðinni í Hvalfirði við undirbúning næstu hvalveiðivertíðar. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson verkstjóri í Hvalstöðinni segir að jafnaði séu 20-25 iðnaðarmenn að störfum. „Það er verið að laga hér hús og bæta aðstöðuna bæði fyrir starfsfólk og í vinnslunni. Við höldum okkur striki og miðum við að leyft verði að veiða svipað magn og á síðustu vertíð.“  Gunnlaugur segist fullviss um að næg eftirspurn sé eftir hvalkjöti til Japans, enda hafi kaupendur þaðan verið í miklu og stöðugu sambandi alveg frá því að veiðar stóðu yfir síðasta sumar og komið þá nokkrum sinnum í stöðina. „Við þurfum hins vegar að fara í gegnum ferli með rannsóknir á kjötinu. Kröfurnar hafa aukist mjög á þessum 20 árum sem við höfum ekki verið að flytja út hvalkjöt svo neinu nemi,“ segir Gunnlaugur, en samkvæmt nýlegum fréttum er lítið búið að flytja út af kjöti frá síðustu vertíð.

 

 

Ennþá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ekki gefið út leyfi til hvalveiða á þessu ári, en sem kunnugt er gaf Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra út að fimm ára leyfi til hvalveiða, sem forveri hans Einar K. Guðfinnsson hafði ákveðið, yrði endurskoðað árlega. Í fyrra voru leyfðar veiðar á um 150 langreyðum, en vegna erfiðra veiðiskilyrða á liðnu hausti var veiðum hætt þegar 25 dýr voru eftir af kvótanum.

 

Hvalveiðarnar á síðustu vertíð höfðu mikla þýðingu fyrir vinnumarkaðinn í nágrenni Hvalfjarðar. Alls höfðu um 150 vinnu vegna veiðanna, flestir voru að störfum í Hvalfirði en einnig nokkur hluti í Heimaskagahúsinu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is