13. janúar. 2010 04:02
„Þær voru margar stundirnar sem ég átti sem ungur drengur hérna niður á Breið og kannski má segja að nú sé sagan að endurtaka sig hjá mér á gamals aldri. Leiksvæðin hjá okkur strákunum sem ólust upp á Skaganum var fjaran og bryggjurnar, við sóttumst svo eftir að vera nálægt sjómönnunum. Ég uni mér eiginlega hvergi betur en að stússast hérna,“ sagði Ólafur Elíasson þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í skúrnum sínum á Breiðinni á Akranesi á dögunum. Ólafur fæst þar við hákarlaverkun og er sá eini sem verkar hákarl í hjalli í bæjarfélaginu.
Sjá viðtal við Ólaf í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.