Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2010 11:04

Nýir ábúendur í Fljótstungu giftu sig í Víðgelmi

Hjónavígsla var í hellinum Víðgelmi við Fljótstungu í Hvítársíðu undir lok síðasta árs. Þar voru gefin saman af Stefáni Skarphéðinssyni sýslumanni í Borgarnesi þau Halldór Heiðar Bjarnason og Lilán Pineda de Ávila. Lilian er frá Mexikó en Halldór er sonur Kristínar Þorbjargar Halldórsdóttur og Bjarna Heiðars Johansen, sem tóku við rekstri í Fljótstungu árið 1999. Ferðaþjónusta á sér þó alllanga sögu en hún hófst í Fljótstungu 1965. Síðustu árin hefur rekstur ferðaþjónustunnar verið í lágmarki en nú hefur verið ákveðið að ungu hjónin taki við og hefji rekstur á nýjan leik. Það verður án ef sérstök tilfinning fyrir ungu hjónin að fara með gesti sína undir leiðsögn í Víðgelmi, sem nú hefur öðlast nýtt notagildi.

Halldór er menntaður upptöku- og hljóðtæknifræðingur en Lilián er danshöfundur og danskennari með salsadans sem sérgrein. Kannski á ferðafólk eftir að taka sporið í hellinum framvegis undir tónlist frá Halldóri og leiðsögn frá Lilián.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is