Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2010 09:05

Opið hús hjá Blikksmiðju Guðmundar

Fjórir af starfsmönnum blikksmiðjunnar. Sævar lengst til vinstri.
Um þessar mundir fagnar Blikksmiðja Guðmundar við Akurbraut á Akranesi 35 ára afmæli. Af því tilefni verður opið hús í blikksmiðjunni eftir hádegið á morgun, föstudaginn 15. janúar klukkan 14 til 16. Akurnesingum og nágrönnum gefst þá kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins auk þess að þiggja kaffi og kleinur. Sævar Jónsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar segist skynja það að margir geri sér enga grein fyrir því hve fjölbreytt iðngrein blikksmíðin er. Áreiðanlega sé skilningur margra að lítið annað, en þakrennur séu þar meðal fjölmargra framleiðsluvara.  „Ég held að varla sé til sú iðngrein sem er jafnfjölbreytt og blikksmíðin. Góður blikksmiður þarf að kunna margt. Eins og við sögðum einhvern tímann þá smíðum við og sjáum um viðgerðir á smæstu skurðlæknatækjum upp í jötur og fóðurgreindur fyrir búfénað.

Það eru óteljandi hlutir sem við komum að. Núna erum við til dæmis að smíða sjúkrakassa fyrir stóriðjufyrirtækin. Við höfum mikið verið í smíði á handriðum og rekkverkum ýmiss konar. Boddíviðgerðir á bílum virðast vera að aukast aftur og þannig mætti áfram telja.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is