14. janúar. 2010 10:01
 |
Horft heim að Ásgarði í vetrarsólinni. |
Landið skartaði sínu fegursta í vetrarskrúðanum er blaðamaður Skessuhorns renndi yfir Bröttubrekkuna í Dalina í liðinni viku. Þegar ekið er gegnum Dalina á skikkanlegum hraða og umhverfið aðeins skoðað leynir sér ekki að þar er búsældarlegt og víða myndarleg bú. Ferðinni í þetta skipti er heitið inn undir botn Hvammsfjarðar að bænum Ásgarði til að hitta Bjarna Ásgeirsson bónda að máli. Bjarni, sem um fimmtán ára skeið hefur verið fulltrúi Dalamanna á Búnaðarþingi, var einmitt á dögunum heiðraður fyrir vel unnin störf af formönnum búnaðarfélaganna í sýslunni. Kjarrgróðurinn setur talsverðan svip á land bæjanna innst við Hvammsfjörðinn að austanverðu. Þegar komið er yfir Glerána og farið framhjá Magnússkógabæjunum blasir Ásgarður við upp í hlíðinni.
Þar er vel húsað, reyndar það vel að blaðamaður var smástund að glöggva sig á því hvar aðalíbúðarhúsið væri. Hundurinn Díli tók á móti blaðamanni á hlaðinu, Bjarni birtist í dyrunum og bauð gest velkominn.
Afrakstur heimsóknarinnar sést í viðtali við Bjarna í Skessuhorni vikunnar.