13. janúar. 2010 03:21
 |
Hvanneyri. Ljósm. Mats. |
Fundur í yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands samþykkti í gær ályktun um grunn- og leikskólamál. “Undanfarin ár hefur umtalsverð uppbygging átt sér stað í Landbúnaðarháskóla Íslands og háskólaþorpinu Hvanneyri sem vonir standa til að muni halda áfram á næstu árum. Sérstaða háskóla í dreifbýli er einkum sú að þeir einstaklingar sem stunda þar nám eða vinnu þurfa í mörgum tilvikum að flytja sig og fjölskyldur sínar á nýjan stað. Rekstur grunnþjónustu, ekki síst leikskóla og grunnskóla, spilar því stórt hlutverk í samkeppni skólans um nemendur og starfsfólk. Landbúnaðarháskólinn hefur búið við góða þjónustu að þessu leyti undanfarin ár og fyrir það ber að þakka. Skólinn varar hins vegar við því að einhver þau skref verði stigin sem valda óhagræði fyrir íbúa á Hvanneyri eða skerða þjónustu og gæði starfs í grunn- og leikskólum á staðnum.”