14. janúar. 2010 08:08
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akranesi hefur auglýst eftir framboðum til prófkjörs flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram undir lok febrúar og rennur framboðsfrestur út 31. janúar næstkomandi. Flokkurinn hefur nú meirihluta eða fimm menn í bæjarstjórn eftir að Karen Jónsdóttir sagði á kjörtímabilinu skilið við Frjálslynda og óháða og gekk í raðir sjálfstæðismanna. Núverandi oddviti listans er Gunnar Sigurðsson. Á næstu dögum má gera ráð fyrir að núverandi bæjarfulltrúar gefi það út hvort þeir gefi kost á sér til áframhaldandi starfa eða ekki.