Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2010 08:02

Nær fjórtán þúsund manns án vinnu

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í desember 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.776 einstaklingar. Eykst atvinnuleysi um 3,1% að meðaltali frá nóvember eða um 419 manns.  Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 4,8%, eða 7.902. 49% þeirra sem voru án atvinnu um áramótin hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða meira.  Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 13,6% en minnst á Vestfjörðum 3,1%.  Hér á Vesturlandi er það 5,8%. Atvinnuleysi eykst um 4,5% meðal karla á landinu en um 1,1% meðal kvenna.  Atvinnuleysið er nú 8,9% meðal karla og  7,3% meðal kvenna.  Um helmingur atvinnulausra nú hafa verið án vinnu í sex mánuði eða lengur. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar talsvert eða úr 2.505 í lok nóvember í 3.224 í lok desember.

18% atvinnulausra er á aldrinum 16-24 ára. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá desember til janúar m.a. vegna árstíðasveiflu. Nýskráningar fyrstu daga janúar benda til að atvinnuleysi muni aukast og áætlar Vinnumálastofnun að atvinnuleysið í janúar verði á bilinu 8,6%-9,1%.   Í fyrra var atvinnuleysið 6,6% í janúar, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is