Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2010 09:04

Fjölbreytt nám hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur nú sent frá sér námsvísi fyrir vorönn 2010. Þar er boðið upp á fjölbreytt nám eins og verið hefur hjá miðstöðinni sem nú er að hefja tólfta starfsár sitt. “Okkar markmið er að byggja upp gott tengslanet og þannig bætum við einnig þjónustuna og gæði.  Í því samhengi má m.a. nefna að við erum í mjög góðu samstarfi við Vinnumálastofnun, SSV-þróun og ráðgjöf og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins” segir Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar í samtali við Skessuhorn. “Í ljósi aukins atvinnuleysis þá leggjum við áherslu á að bjóða upp á fleiri úrræði á dagtíma.”

Inga Dóra nefnir sem nýjung í námsframboðinu að boðið verði upp á Frumkvöðlasmiðju fyrir ungt fólk. “Þetta nám er ætlað fólki á aldrinum 16-30 ára og er unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun og Atvinnuráðgjöfina. Námið hefst núna 18. janúar og við byrjum á Akranesi en stefnum á að bjóða upp á slíkar smiðjur víðar á Vesturlandi, en smiðjan stendur yfir í þrjár vikur og kennt er 3,5 klukkustundir í senn alla virka daga.”  G. Ágúst Pétursson er leiðbeinandi, en hann hefur kennt á fjölda námskeiða á sviði frumkvöðlafræða á liðnum árum. Áhersla verður lögð á að ná til þeirra sem eru án atvinnu eða standa höllum fæti á vinnumarkaði. Þá nefnir Inga Dóra nýjung sem er átthaganám á Snæfellsnesi, en markmiðið með því námi er að efla þekkingu þátttakenda á Snæfellsnesi og auka færni þeirra til að miðla áfram þeirri þekkingu. Þetta er 60 klukkustunda námskeið. Inga Dóra segir almennt mikinn áhuga á námi hjá Símenntun og má nefna að aðsókn í Skrifstofuskólann á Snæfellsnesi varð vonum framar sl. haust, en 22 nemendur koma til með að ljúka því námi í vor.

 

“Við fengum styrk til að hanna námskrá fyrir Landnemaskóla II og til að tilraunkenna og það munum við gera á þessari önn. Leggjum líka áherslu á að ná til þeirra sem glíma við skrif- og lestrarerfiðleika og nú bjóðum við upp á  lesblindugreiningar í fyrsta sinn.

Við merkjum aukinn áhuga á alls kyns námskeiðum og námsleiðum og ekki hvað síst á náms- og starfsráðgjöf.  Við erum líka jafnt og þétt að auka þjónustuna og framboð á námstækifærum. Ég vil svo nefna að við bjóðum upp á námskeið í námstækni og gerð færnimöppu, án endurgjalds.  Það er m.a. okkar framlag í þrengingunum en umfram allt hvet ég fólk til að kynna sér það sem í boði er hjá okkur.  Við reynum að aðstoða fólk og leiðbeina eins og við mögulega getum,” segir Inga Dóra Halldórsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is