Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2010 04:02

Reiðhöllin er bylting fyrir hestamennskuna í Dölunum

Hestamenn í Búðardal og nágrenni í Dölunum eru mjög hamingjusamir um þessar mundir. Þessa dagana er að komast í not nýja reiðhöllin sem verið hefur í byggingu síðustu misserin. „Þetta er algjör bylting fyrir hestamennskuna í Dölunum. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að fá þetta hús til að bæta aðstöðu hins almenna hestamanns, sinna fræðslustarfi félagsins og geta hugsað um börnin okkar. Við höfum frá því í haust verið að ljúka við frágang þannig að höllin komist í nothæft ástand. Við erum byrjaðir að selja árslykla fyrir notendur og stillum gjaldinu í hóf þannig að fólk sjái sér hag í því að nýta aðstöðuna. Mikill hestaáhugi er hér á svæðinu og greinilegt að tilkoma hallarinnar verður algjör vítamínssprauta í starfinu hjá okkur,“ segir Eyþór Jón Gíslason formaður Hestamannafélagsins Glaðs í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við hann í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is