15. janúar. 2010 09:30
Vegagerðin varar við því að nú eru hálkublettir víða á vegum hér á Vesturlandi. Sérstök ástæða er til að vara við aðstæðum þegar hitastig er í kringum frostmarkið. Þá geta hálkublettir af þessu tagi verið með öllu ósýnilegir ökumönnum. Í öðrum landshlutum er það helst að hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir á Sandskeiði. Hálka og hálkublettir eru á flestum útvegum á Suðurlandi. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Flughálka er á Hrafnseyrarheiði. Á Norður- og Norðausturlandi er hálka víðast en einnig sumstaðar hálkublettir. Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði og á Oddskarði. Hálka eða hálkublettir eru einnig á öðrum leiðum. Flughálka er á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi eru vegir auðir.