Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2010 11:56

Tvær bílveltur í morgun á svæði LBD

Tvö umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum. Það fyrra varð um klukkan 8:30 á móts við Lambhaga í Hvalfjarðarsveit. Þar er talið að hálka hafi valdið því að ökumaður missti stjórn á bíl sínum, fór út af veginum og velti. Þrír voru fluttir með sjúkrabílum til aðhlynningar á Sjúkarhúsið á Akranesi.

Seinna óhappið varð um klukkan 9:20 rétt sunnan við verslunina Bauluna í Stafholtstungum. Þar fór bíll útaf veginum, valt og hafnaði á hvolfi í djúpum skurði. Fjórir voru í bílnum og voru þeir allir í öryggisbeltum en þurftu aðstoð til að losna úr bílnum. Gátu þeir látið lögreglu vita af sér með farsíma en að sögn lögreglu tók nokkurn tíma að finna bílinn því hann sást ekki frá veginum. Tækjabíll slökkviliðsins, tveir sjúkrabílar ásamt lögreglu fóru á staðinn. Allir fjórir voru fluttir til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar. Bíllinn var mjög illa farinn og telur lögregla að mikil mildi hafi verið að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Talið er að ökumaður bílsins hafi sofnað undir stýri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is