Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2010 08:02

Áhugaljósmyndarar á Akranesi stofna félag

Áhugaljósmyndarar á Akranesi komu saman í Garðakaffi síðastliðið fimmtudagskvöld með það að markmiði að leggja drög að stofnun félags. Það voru þeir Hilmar Sigvaldason og Friðþjófur Helgason sem höfðu forgöngu um boðun fundarins. Ríflega 40 manns mættu og kom sá mikli áhugi fólki á óvart. Þó er ljóst að mun fleiri fást við ljósmyndun í bæjarfélaginu.  Var það mál manna á fundinum að mikil þörf væri fyrir stofnun félagsskapar áhugaljósmyndara á Akranesi og verkefnin ærin, svo sem samsýningar, fræðslumál, skipulagning ljósmyndaferða, og fleira.

Skipuð var þriggja manna undirbúningsstjórn sem skipuleggja á stofnfund félags áhugaljósmyndara á Akranesi að mánuði liðnum, miðvikudagskvöldið 17. febrúar, á sama stað kl. 20.30. Búið er að stofna hóp á ljósmyndavefnum Flicr.com á vefslóðinni www.flickr.com/groups/akranesphoto. Félagsskapurinn er einnig á Fésbókinni undir heitinu „Áhugaljósmyndarar á Akranesi“.

Þeir sem vilja taka þátt í félaginu geta leitað upplýsinga hjá Hilmari Sigvaldasyni, netfang hilmarphoto@simnet.is, eða bara mætt á stofnfundinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is