Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2010 01:23

Veggjald í Hvalfjarðargöngin hækkar um 13 prósent

Stjórn Spalar hf. hefur ákveðið að hækka veggjald í Hvalfjarðargöngum um tæplega 13% að jafnaði frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í því felst að gjald fyrir staka ferð í I. gjaldflokki fer úr 800 í 900 krónur. Hver ferð áskrifanda að 100 ferðum í I. flokki fer úr 230 í 259 krónur. Þá minnkar inneign áskrifenda sjálfkrafa við gjaldskrárbreytinguna, þ.e. ónotuðum ferðum fækkar sem svarar til hækkunar veggjaldsins. “Verðlagsþróun og afkoma Spalar undanfarin tvö ár kalla á gjaldskrárbreytinguna, enda er ljóst að tekjur af veggjaldi hafa rýrnað verulega undanfarin misseri á sama tíma og verðbætur á lán félagsins og flestir rekstrarliðir hafa hækkað,” segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að forráðamenn Spalar þurfa á hverjum tíma að gæta þess að afkoma félagsins geri félaginu fært að standa við samninga við lánveitendur þess um að áhvílandi lán Spalar greiðist upp árið 2018.

Spölur hefur einu sinni áður hækkað veggjaldið frá því göngin voru opnuð í júlí 1998 eða um 10% í apríl 2001. Veggjaldið hefur hins vegar verið lækkað fimm sinnum, mest í apríl 2005 þegar verð 100 áskriftarferða fyrir fjölskyldubíla lækkaði um 38%.

“Þegar horft er til verðlagsþróunar hefur raunvirði veggjalds í Hvalfjarðargöngum lækkað að meðaltali um 71% frá 1998. Í upphaflegum samningum við lánveitendur var kveðið á um að gjaldið skyldi fylgja verðlagsbreytingum á Íslandi (vísitölu framfærslukostnaðar).  Sú varð hins vegar aldrei raunin því umferð undir Hvalfjörð varð strax mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og auknar tekjur gerðu Speli mögulegt að láta viðskiptavini sína njóta mun lægra veggjalds en lánaskilmálar kváðu á um. Þannig kostaði stök ferð í I. gjaldflokki 1.000 krónur fyrstu árin, lækkaði síðan í 900 krónur í maí 2007 og síðar í 800 krónur í mars 2008. Þetta gjald fer sem sagt í 900 krónur á nýjan leik í febrúar 2010 en hefði orðið 1.950 krónur ef vísitöluhækkunin réði för í gjaldskrármálum Spalar,” segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is