18. janúar. 2010 08:48
Kjöri íþróttamanns HSH 2009 var lýst milli leikja í gærkvöldi í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Það var körfuboltamaðurinn Hlynur Bæringsson úr Snæfelli sem varð fyrir valinu. Auk hans voru tilnefndir: Jóhann Eiríksson Víkingi fyrir blak, Dóra Henriksdóttir Vestarr fyrir golf, Brynjar Gauti Guðjónsson Víkingi fyrir knattspyrnu og Siguroddur Pétursson Snæfellingi fyrir hestaíþróttir.
Á meðfylgjandi mynd er Hlynur lengst til hægri ásamt hinum sem hlutu tilnefningar. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson.