Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2010 09:40

Segir sjávarútveginn settan í óþolandi óvissu

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir í nýlegum pistli á vefsíðu sveitarfélagsins að sú óvissa sem stjórnvöld hafi sett á sjávarútveginn sé með öllu óþolandi og vísar hann þar til fyrirætlana um fyrningu aflaheimilda. Kristinn segir þar m.a: “Ég hef sagt og segi enn að við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag þá er lífvænlegast að búa í Snæfellsbæ og öðrum byggðum þeim sem lifa á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En hættumerki eru á lofti og sú óvissa sem ríkisstjórnin hefur sett á sjávarútveginn er óþolandi og veldur því að aðilar þar halda að sér höndum sem aftur leiðir til minni veltu í samfélaginu.”

Kristinn segir ennfremur: „Með þessu er ég ekki að taka afstöðu með einu eða neinu en ég geri þá kröfu að þeir sem í sjárútvegnum starfi fái að vita hvaða leikreglur gilda a.m.k. næstu fimm árin þannig að þeir geti skipulagt rekstur sinn. Óvissan í samfélaginu er næg. Það er sama hvað okkur finnst um fiskveiðistjórnunarkerfi það sem nú er í gildi, staðreyndin er bara sú að þegar vel gengur hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum þá gengur betur hjá okkur hinum og það skiptir mestu máli að mínu mati.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is