Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2010 09:55

Karlalið Snæfells áfram en konurnar úr leik

Emil Þór í sókninni fyrir Snæfell.
Ljósm. ÞE.
Snæfellingar lentu í miklu basli í átta liða úrslitum Subwaybikarins í gærkvöldi, þegar Fjölnismenn úr Grafarvogi komu í heimsókn í Hólminn. Fjölnismenn sem eru í einu af neðstu sætum IE-deildarinnar virðast í mikilli sókn, þeir gáfu hörkuleik í Hólminum sem endaði með því að Snæfell sigraði eftir framlengdan leik, 100:96. Kvennalið Snæfells datt hins vegar út úr Subwaybikarnum síðdegis í gær eftir leik gegn Haukum. Karlalið Snæfells var með þriggja stiga forystu í hálfleik gegn Fjölni, 47:44, og níu stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Grafarvogsbúar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna á lokasekúndum venjulegs leiktíma, 83:83.

Hjá Snæfelli var Sean Burton í stuði með 24 stig , tók átta fráköst og átti 13 stoðsendingar. Hlynur barðist eins og herforingi í vörn og sókn og uppskar 22 stig og tók 15 fráköst. Sigurður Þorvaldsson gerði 18 stig og tók  níu fráköst og Jón Ólafur Jónsson skoraði 17 stig.

 

Stúlkurnar úr leik

Haukastúlkur reyndust númeri of stórar fyrir Snæfellkonur og tóku strax afgerandi forystu í fyrri hluta leiksins. Þær höfðu 17 stiga forystu í hálfleik og leiknum lauk í 23 stiga mun 61:84. Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs stigahæst með 25 stig og 11 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 12 stig. Erlendu leikmennirnir tveir voru mest afgerandi í liði Hauka. Heather Ezell var þeirra langbest með þrefalda tvennu og alls 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Kiki Lund skoraði 18 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is