18. janúar. 2010 01:44
 |
Vífill Karlsson |
“Finnst þér efnahagsumræðan ruglingsleg? Hagvöxtur, ávöxtur og ávöxtun eru orð yfir merkilega ólík fyrirbæri,” segir í kynningu frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi um námskeið sem haldið verður næstu daga á Vesturlandi. Í þessu stutta námskeiði verða hugtök eins og landsframleiðsla, verðbólga og gengi útskýrð. Hlutverk banka og seðlabanka verða rædd. “Láttu sjá þig og þú munt detta mun sjaldnar út yfir kvöldfréttunum,” segir starfsfólk Símenntunar. Námskeiðin verða sem hér segir: Á Akranesi miðvikudaginn 20. janúar kl. 17:00 til 19:00 og í Grundarfirði föstudaginn 22. jan. klukkan 17:00 til 19:00. Kennari verður Vífill Karlsson hagfræðingur. Skráning á námskeiðin er í síma 437-2390 eða:
skraning@skraning.is