Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2010 12:45

Fjölgun strætófarþega með Flatahverfinu

Reynir Jóhannsson, sem nú sér um strætisvagnaferðir innanbæjar á Akranesi, segir að með tilkomu Flatahverfisins í leiðakerfi bæjarins hafi farþegum fjölgað frá því sem þeir voru. Hann segist vera með 40 sæta rútu í ferðunum og það dugi varla til. Aðspurður segir hann því að það væri engan veginn nægjanlegt að hafa sömu stærð af strætisvagni og þann sem áður var í ferðum á Akranesi þegar Skagaverk sá um strætóferðirnar. Eins og fram kom í frétt í Skessuhorni í síðustu viku ber talsvert á óánægju fólks með að sérbúinn strætisvagn er ekki í ferðunum innanbæjar á Akranesi, eftir að skipt var um þjónustuaðila. Eldra fólk, yngstu börnin og fólk með barnavagna eigi t.d. erfitt með að nota bílinn. Í fréttinni kom einnig fram að Hópferðabílar Reynis hafi rétt eins og Skagaverk aðlögunartíma til að verða sér úti um nýjan bíl eftir að útboð var opnað.

Reynir sagði í samtali við Skessuhorn í morgun vera búinn að panta strætisvagn fyrir 50 farþega sem von sé á í aprílmánuði. Hann segir ekkert veita af þeirri stærð, en þessir bílar séu ekki gripnir upp með litlum fyrirvara. Vegna lesendabréfs um strætómál í síðasta blaði Skessuhorns sagði Reynir, að búið væri að koma til móts við þann farþega, enda vilji fyrirtækisins til að koma til móts við strætisvagnafarþega á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is