Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2010 12:45

Fjölgun strætófarþega með Flatahverfinu

Reynir Jóhannsson, sem nú sér um strætisvagnaferðir innanbæjar á Akranesi, segir að með tilkomu Flatahverfisins í leiðakerfi bæjarins hafi farþegum fjölgað frá því sem þeir voru. Hann segist vera með 40 sæta rútu í ferðunum og það dugi varla til. Aðspurður segir hann því að það væri engan veginn nægjanlegt að hafa sömu stærð af strætisvagni og þann sem áður var í ferðum á Akranesi þegar Skagaverk sá um strætóferðirnar. Eins og fram kom í frétt í Skessuhorni í síðustu viku ber talsvert á óánægju fólks með að sérbúinn strætisvagn er ekki í ferðunum innanbæjar á Akranesi, eftir að skipt var um þjónustuaðila. Eldra fólk, yngstu börnin og fólk með barnavagna eigi t.d. erfitt með að nota bílinn. Í fréttinni kom einnig fram að Hópferðabílar Reynis hafi rétt eins og Skagaverk aðlögunartíma til að verða sér úti um nýjan bíl eftir að útboð var opnað.

Reynir sagði í samtali við Skessuhorn í morgun vera búinn að panta strætisvagn fyrir 50 farþega sem von sé á í aprílmánuði. Hann segir ekkert veita af þeirri stærð, en þessir bílar séu ekki gripnir upp með litlum fyrirvara. Vegna lesendabréfs um strætómál í síðasta blaði Skessuhorns sagði Reynir, að búið væri að koma til móts við þann farþega, enda vilji fyrirtækisins til að koma til móts við strætisvagnafarþega á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is