Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2010 04:10

Gulldeplu landað á Akranesi

Landað var gulldeplu úr tveimur uppsjávarveiðiskipum HB Granda, Faxa RE og Ingunni AK til mjölverksmiðju HB Granda á Akranesi í dag. Þriðja skipið, Lundey NS, er enn á veiðunum, en stutt í að skipið héldi í land enda komið leiðindaveður á miðunum á Grindavíkurdjúpi.  Svo virtist sem að gulldepluaflinn væri að glæðast um síðustu helgi, en þá voru skipin búin að færa sig til á veiðisvæðum, vestur fyrir Skerjadjúpið. „Við fylgdum kantinum og enduðum á botnlausu dýpi. Það vantaði ekki að það var gulldepla þarna en vandinn var sá að hún var innan um mjög mikið af alls konar átu að það var ómögulegt að stunda veiðarnar þarna vestur frá. Við færðum okkur því aftur í Grindavíkurdjúpið og hér er ástandið svipað og fyrr,“ sagði Arnþór Hjörleifsson skiptstjóri á Lundey í samtali á heimsíðu HB Granda.

Afli skipanna á miðunum hefur verið frá 50 upp í rúm 100 tonn á sólarhring.  Lundey var kominn með 500 tonn í gær þegar eitt hal var eftir. Ingunn og Faxi voru hvort um sig með 1200-1300 tonna afla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is