20. janúar. 2010 10:30
Söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi er í kvöld kl. 20.00. “Æfingar hafa staðið yfir í síðustu viku og þessari og næsta víst að þetta verður skemmtilegt söngkvöld í Óðali þar sem unglingarnir keppa um að komast í Vesturlandskeppnina sem haldin verður eftir viku í Grundarfirði," segir í frétt á síðu Óðals.