Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2010 09:12

Mikilvægur sigur Skagamanna

Skagamenn unnu mjög mikilvægan sigur í botnbaráttu 1. deildar Íslandsmótsins í körfubolta þegar þeir lögðu Ármann í framlengdum leik á Jaðarsbökkum á síðastliðinn föstudag, 103:95. Á sama tíma töpuðu Skallagrímsmenn fyrir Þór í Þorlákshöfn með 10 stiga mun 68:58. Þetta er annað tap Skallagrímsmanna í röð og virðast þeir vera að gefa eftir í toppbaráttunni. Stigahæstur Skallagrímsmanna var Silver Luka með 22 stig og Sigurður Þórarinsson með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms í deildinni verður heima gegn Val á fimmtudagskvöldið. Væntanlega verður um hörkuleik að ræða en Skallagrímur og Valur hafa bæði unnið átta leiki og tapað þremur. Valsarar unnu Hauka efsta lið deildarinnar á föstudagskvöldið og virðast til alls líklegir.

 

 

 

Skagamenn byrjuðu leikinn ekki vel gegn Ármenningum, reyndar virtist gæta taugatitrings hjá báðum liðum. Gestirnir voru þó heldur á undan og undir lok fyrri hálfleiks keyrðu þeir gjörsamlega yfir heimamenn. Hálfleikstölur 48:36 fyrir Ármann. Allt annað Skagalið kom svo inn á í seinni hálfleiknum og smám saman tókst því að bæta stöðuna. Gestirnir voru þó heldur með framkvæðið fram á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, en gríðarlegur baráttuandi í Skagamönnum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu leikinn með tveimur þriggja stiga körfum fyrir lok venjulegs leiktíma, 88:88. Eftir að Halldór Gunnar Jónsson setti niður einn þrist í viðbót í upphafi framlengingarinnar var allur vindur úr Ármenningur og sigur ÍA öruggur 103:95.

 

Skagamenn sýndu mikinn karakter í leiknum og margir voru að spila mjög vel. Þeir komu allir með mjög góða kafla og léku vel, Áskell Jónsson, Halldór Gunnar Jónsson, Hörður Nikulásson og Trausti Jónsson. Stigahæstir Skagamanna voru Hörður með 26 stig, Halldór Gunnar gerði 21 stig, Áskell 20, Dagur Þórisson 12 og Trausti Freyr Jónsson skoraði með 11 stig og tók átta fráköst. Með sigrinum komust Skagamenn upp að hlið Hattar og Þórs Akureyri í 9.-11. sæti deildarinnar með sex stig. Næsti leikur ÍA er einmitt norður á Akureyri gegn Þór næstkomandi föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is