Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2010 02:01

Standa við gerða kjarasamninga

HB Grandi og hrognavinnsla Vignis G. Jónssonar á Akranesi hafa lýst því yfir við Verkalýðsfélag Akraness að fyrirtækin muni standa við umsamdar launahækkanir til starfsfólks frá fyrsta þessa mánaðar. Hækkanirnar núna eru samkvæmt kjarasamningi frá 17. febrúar 2008 og í þeim felast 6.500 króna hækkun á launatöxtum og 2,5% launahækkun á kaupliði.  Á vef VLFA segir að vegna þessara ákvarðanna hafi starfsmenn þessara fyrirtækja ekki orðið af launahækkunum upp á vel á annað hundrað þúsunda króna sem komið hefðu til ef fyrirtækin hefðu farið eftir samkomulagi sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins gerðu um frestun launahækkana 1. janúar og 1. júní.

 

 

Verkalýðsfélag Akraness skoraði nýverið á öll vel fjárhagslega stæð fyrirtæki að standa við gerða samninga frá 17. febrúar 2008. Á vef félagsins segist Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, taka ofan fyrir þessum tveimur fyrirtækjum og hann skorar jafnframt á önnur vel stæð útflutningsfyrirtæki að fylgja fordæmi þeirra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is