Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2010 07:01

Ræddi réttindamál við kennara

Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands átti í liðinni viku fund með kennurum þriggja skóla í Borgarfirði. “Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar bað mig að koma og ræddi ég við fólk af starfsstöðvunum á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri auk kennara Varmalandsskóla. Þarna var fyrst og fremst verið að ræða um réttarstöðu fólks ef til niðurlagningar starfa kemur, en eins og allir vita vofir yfir niðurskurður í fræðslumálum í Borgarbyggð sem vafalaust mun þýða einhverja fækkun starfa,” sagði Eiríkur í samtali við Skessuhorn. Starfsfólk skóla í sveitarfélaginu má enn þurfa að bíða eftir niðurstöðu um framtíðarskipan fræðslumála því samkvæmt upplýsingum Skessuhorns gefa sveitarstjórnarmenn sér allt upp í mánuð til viðbótar til ákvörðunar í þeim efnum.

Eiríkur var sjálfur kennari við Kleppjárnsreykjaskóla um árabil, áður en hann hóf þátttöku í stéttarfélagsmálum. “Þetta er í fyrsta skipti sem ég heimsæki skólann á Kleppjárnsreykjum sem formaður KÍ eftir að ég tók við því starfi. Þetta var mjög skrítin tilfinning, ég neita því ekki. Einhvern veginn er það fjarlægt manni og nánast óhugsandi að þessum skóla verði lokað. Hann er fyrir efri byggðir Borgarfjarðarhéraðs síst minni hornsteinn en til dæmis sparisjóðurinn var fyrir Borgarnes, svo tekið sé nærtækt dæmi. Lokun skólans myndi hafa víðtæk áhrif. Þarna starfar til dæmis fólk sem hefur ekki að neinu öðru að hverfa eins og atvinnuástandið er og mun því sitja uppi með verðlausar fasteignir. Þá verða menn að hafa í huga að ef efsta skólanum landfræðilega í héraðinu verður lokað mun jaðarbyggð þess færast neðar. Ekki megi búast við því að ungt fólk setjist að á efstu bæjum því vegalengd þaðan í næsta grunnskóla verður orðin býsna löng. Verst finnst mér þó að með þessum áætlunum er verið að etja saman íbúum svæða innan sveitarfélagsins en það kann aldrei góðru lukku að stýra,” sagði Eiríkur Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is