20. janúar. 2010 04:02
Sæmundur Sigmundsson hópferðabílstjóri og fyrrum sérleyfishafi í Borgarnesi varð 75 ára 14. janúar síðastliðinn. Að hans sögn var þessi dagur rétt eins og aðrir fimmtudagar og ekki ástæða til að hafa tilstand í tilefni afmælisins. Sest var niður með Sæmundi á kaffistofu fyrirtækisins í Brákarey morguninn fyrir afmælið. Spjallað var um lífið og tilveruna en þó fyrst og fremst um farsælan akstursferil manns sem hefur ekið gríðarlangt um ævina, eða á að giska 17 ferðir til tunglsins. Í Skessuhorni sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við Sæmund, sem enn er á fullu í rekstri hópferðabíla.