21. janúar. 2010 08:04
Eins og frægt er orðið hafa margir ungir Íslendingar leitað fyrir sér í viðskiptum og atvinnulífi erlendis á undanförnum árum. Ekki hafa allir farið jafnhratt, með trukki og dýfum, í margumtalaðri útrás. Siggeir Pétursson í Stykkishólmi er kannski ágætt dæmi um þá sem hafa farið sér hægar. Hann hefur mestallan síðasta áratuginn unnið að verkefnum tengdum útgerð og fiskveiðum lengst suður undir miðbaugi, við Brasilíu. Um þessar mundir vinnur hann í samvinnu við Brasilíumenn að ná fram meiri hagkvæmni í krókaveiðum. Siggeir segist vongóður um að sú þróun leiði til aukinna veiða og um leið fjölgunar báta á veiðisvæðum í nágrenni Brasilíu. Í ítarlegu viðtali sem birtist í Skessuhorni vikunnar kveðst Siggeir m.a. vera bjartsýnn á að Íslendingar muni horfa meira til veiða á þessum fjarlægu hafsvæðum í framtíðinni.