20. janúar. 2010 07:41
Einn af þremur heppnum vinningshöfum í Víkingalottói vikunnar keypti miða sinn hjá Skeljungi við Skagabraut á Akranesi síðastliðinn laugardag. Hver vinningshafi fyrir sig fær að launum 44,6 milljónir króna. Hinir miðarnir voru seldir í Noregi og Finnlandi. Vinningsröðin var á 10 raða seðil með Jóker, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.