Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2010 10:01

Skagamollið, ný hönnunar- og listamiðstöð opnar í mars

Anna Silfa og Stella Bára stofnendur Skagamollsins.
Fyrirtækið Skagamollið ehf. hefur verið stofnað á Akranesi og mun í mars næstkomandi opna samnefnda lista- og hönnunarmiðstöð að Kirkjubraut 54. Það eru vinkonurnar Stella Bára Eggertsdóttir fatahönnuður sem hefur rekið fyrirtækið Fatastíl sl. tvö ár og Anna Silfa Þorsteinsdóttir sem hefur síðan í fyrravor rekið Garnbúðina á Akranesi sem hafa tekið höndum saman og fá auk þess fleiri í lið með sér við þetta verkefni. Þær segja báðar að starfsemi þeirra hafi undið utan á sig og nú verði þær að flytja í stærra rými til að getað sinnt vaxandi verkefnum. Garnbúðin er mikið í innflutningi og sölu á garni og tilheyrandi en Stella Bára segir að nú vanti sig saumakonu í vinnu til að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún er að fá. Þær hafa nú leigt verslunarrýmið sem áður hýsti bókabúð Pennans af Oddfellowreglunni sem keypti það á síðasta ári.

“Ástæða þess að við förum út í þetta ævintýri er að húsnæðið sem við báðar höfum rekið starfsemi okkar í er sprungið og okkur vantaði stærra rými. Við erum með vinnuaðstöðu heima hjá okkur og það er einfaldlega ekki hægt lengur. Við fórum því fyrir alvöru að tala um það í haust að fara í samrekstur á húsnæði og nú hafa hlutirnir heldur betur þróast hratt,” segja þær Anna Silfa og Stella Bára í samtali við blaðamann.

 

Búið er að teikna innréttingar og fyrirkomulag innanhúss, en rýmið allt er um 280 fermetrar að grunnfleti. Gert verður innangengt í afgreiðslu Harðarbakarís, sem er við hliðina, og innréttað kondítorí í einu horninu. “Auk Garnbúðarinnar og Fatastíls verður hárgreiðslustofa þar sem Ásdís Gunnarsdóttir hársnyrtimeistari ræður ríkjum. Þá höfum við beitt okkur fyrir stofnun lista- og handverksfélags en stofnfundur þess verður 26. janúar næstkomandi klukkan 20:00 í Gamla kaupfélaginu.

 

 

Nánar er rætt við Stellu Báru og Önnu Silfu í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is