Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2010 11:22

Næsta verk er að skipa mótsstjórn vegna landsmótsins

„Við erum í sjöunda himni með þessa niðurstöðu. Það er mikill áhugi meðal heimamanna að fá mótið og nú liggur ekkert annað fyrir en að hefja undirbúninginn. Við höfum áður sótt um að halda unglingalandsmót og því var mjög ánægjulegt að fá það núna,” sagði Friðrik Aspelund formaður UMSB eftir að niðurstaða stjórnar UMFÍ lá fyrir í gær um að 13. unglingalandsmót UMFÍ yrði haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Friðrik sagði í samtali við Skessuhorn í morgun að öll íþróttaaðstaða í Borgarnesi væri meira og minna tilbúin og í tiltölulega litlar framkvæmdir þurfi að ráðast. Þó væri ljóst að það þurfi að leggja í útgjöld vegna tjaldstæða sem ekki eru til staðar í Borgarnesi. “Við horfum til túnanna við Kárastaði sem sveitarfélagið á. Þrátt fyrir að þurfa að koma þar upp fjölskyldubúðum eru útgjöld engu að síður fremur lítil og nokkuð örugglega minni en sá peningur sem koma mun í sveitarfélagið beint og óbeint vegna mótsins.”

Sex mánuðir til stefnu

Mótið mun standa yfir frá og með 30. júlí en því verður slitið sunnudagskvöldið 1. ágúst. “Það verða aðildarfélög UMSB sem munu koma að framkvæmd mótsins en einnig þurfum við að eiga samstarf við ýmis önnur félög í sveitarfélaginu, svo sem björgunarsveitir. Næsta verk er að skipa mótsstjórn og fljótlega þarf að ráða starfsmann til mótsins og auðvitað verðum við að hafa hraðar hendur við skipulagningu. Við höfum sex mánuði til undirbúnings sem vissulega er skammur tími. Ég dreg hins vegar ekki í efa að þetta muni takast ágætlega enda eru Borgfirðingar þekktir fyrir að leggja fram krafta sína þegar á reynir,” segir Friðrik.

 

Fimmföldun íbúatölu

Hann segir að lauslega áætlað gætu keppendur orðið um tvö þúsund á mótinu og gera megi ráð fyrir að gestafjöldi fari í 10 þúsund, eða sem nemur fimmfaldri íbúatölu Borgarness. “Mót sem þetta er flókið í framkvæmd, íþróttamótið sjálft þarf að ganga snurðulaust fyrir sig og auk þess er þarna um að ræða stóra fjölskyldu-útihátíð sem þarf að ganga sem slík vel fyrir sig. Okkur er því ekki til setunnar boðið og nú hefjum við undirbúning fyrir mótið af fullum krafti. Það eru spennandi tímar fram undan,” sagði Friðrik Aspelund formaður UMSB.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is