Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2010 12:53

Westside – hittingi framhaldsskólanema á Vesturlandi frestað

Síðdegis í dag var á dagskrá að nemendur framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands hittust í Borgarnesi. Því hefur nú verið frestað fram í næstu viku vegna slæmrar veðurspár. Að sögn Loga Sigurðssonar formanns Nemendafélags MB hefur þessi dagur fengið nafnið Westside. “Við höfum gert þetta einu sinni áður, þá reyndar einungis með þátttöku okkar og skólans í Grundarfirði. Nú bætast nemendur FVA á Akranesi við. Í Westsite er keppt í þremur greinum líkamlegra og andlegra íþrótta; körfubolta, Gettu betur og Splang doing,” segir Logi. Aðspurður segir Logi að Splang doing sé keppni þar sem stór léttur boltir er notaður. Keppnin byggist á að slá og lemja boltann og má nota hendur, maga og höfuð, en ekki fæturnar. Tuðrunni þarf svo að koma í mark andstæðinganna.

Um kvöldið var svo ætlunin að slá upp balli þar sem hljómsveitin Matti og Draugabanarnir spiluðu fyrir dansi. “Þessu var aflýst nú í hádeginu og stefnt að næstu viku í staðinn. Það á hins vegar eftir að koma betur í ljós hvaða dag,” sagði Logi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is