Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2010 07:09

Fjölgun í hópi nemenda framhalds- og háskóla

Nemendur við LbhÍ á Hvanneyri.

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um skráða nemendur í framhaldsskólum og háskólum haustið 2009. Haustið 2009 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr eða 48.706. Í framhaldsskóla eru skráðir 29.698 nemendur og 19.008 í háskóla. Skráðum nemendum hefur fjölgað um 3% frá fyrra ári sem er lítið eitt meiri fjölgun en árið áður. Fjölgunin er öllu meiri á háskólastigi, eða um 5,5%, á móti 1,5% á framhaldsskólastigi. Fjölgun nemenda skýrist fyrst og fremst af vexti fjarnáms á háskólastigi en nemendum þar fækkaði frá fyrra ári í fyrsta skipti.

Nemendur grunnskóla, sem jafnframt sækja nám í framhaldsskólum, eru 1.090, sem er 4,0% skráðra nemenda í framhaldsskólum. Grunnskólanemendum í framhaldsskólum hefur fækkað um fjórðung á milli ára. Rúmlega eitt hundrað nemendur á grunnskólaaldri eru á undan jafnöldrum sínum í námi og því skráðir sem fullgildir nemendur í framhaldsskólum. Það jafngildir 2,3% árgangs 15 ára árið 2009.

 

Konur eru í meirihluta

Konur eru 56,5% allra skráðra nemenda í framhaldsskólum og háskólum; 52,9% skráðra nemenda í framhaldsskólum og 62,2% skráðra nemenda í háskólum. Flestir nemendur eru skráðir í bóklegt nám. Á framhaldsskólastigi eru 67,2% nemenda skráðir í almennt nám og á háskólastigi eru 98,1% nemenda skráðir í fræðilegt nám.

 

Í háskólum eru flestir nemendur skráðir á svið viðskiptafræða, 2.896 talsins. Næst fjölmennasta námssviðið í háskólum er lögfræði en þar eru skráðir til náms 1.290 nemendur. Í viðskiptagreinum fækkaði nemendum frá síðasta ári um 364 eða um 12,6%. Skráðum nemendum í lögfræði fjölgaði hins vegar um 114, eða um 8,9%. Viðskiptagreinar og lögfræði eru einu námsbrautirnar á háskólastigi þar sem fjöldi nemenda nær einu þúsundi.

 

Að lokum er þess getið í skýrslu Hagstofunnar að doktorsnemar eru nú 314 í námi á 44 fræðasviðum. Þar af eru 134 karlar og 180 konur. Flestir doktorsnemar leggja stund á nám í uppeldis- og menntunarfræðum eða 47; næst fjölmennasta námsleiðin er læknisfræði með 35 nemendur og þriðja fjölmennasta námsleið í doktorsnámi er líffræði með 25 doktorsnema.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is