22. janúar. 2010 10:44
Kafarar og björgunarsveitarmenn frá Akranesi voru nú fyrir stundu kallaðir út til að hefja eftirgrennslan eftir manni í Botnsdal í Hvalfirði. Að sögn yfirlögregluþjóns lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum byggist leitarsvæðið á staðsetningu bíls þess sem leitað er að.