22. janúar. 2010 11:02
Í dag er Bóndadagurinn, fyrsti dagur Þorra, og má karlpeningurinn reikna með glaðningi frá sínum heittelskuðu í tilefni þess. Í morgun mættu margir nemendur og starfsmenn Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í lopapeysum og ýmsum þjóðlegum klæðum og setti það skemmtilegan svip á skólastarfið, að sögn starfsmanna. Á myndinni má sjá þá Óskar tölvukennara, Loga formann nemendafélagsins og Arnar varaformann sem allir taka sig vel út í lopapeysunum.