Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2010 02:55

Jafnvægi náð í rekstri Borgarbyggðar 2010

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun árins 2010 samhljóða á fundi sínum í gær, en áætlunin var tekin til fyrri umræðu 17. desember sl.  Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki áfram á árinu 2010 sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en tekjur af fasteignaskatti hækki vegna hærra fasteignamats.  Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um tæplega 1% á milli ára og verði 1.672 milljónir árið 2010.  Í tilkynningu frá Borgarbyggð segir að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu verður óbreytt, en gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu munu hækka í samræmi við samninga sveitarfélagsins við OR. Þá munu sorphirðugjöld hækka um 17%, en fyrirhugað er að taka upp tveggja tunnu kerfi við hvert hús í þéttbýli og fara í frekari flokkun á sorpi. 

Skuldir lækka um 200 milljónir

Skatttekjur Borgarbyggðar hafa lækkað um 7,3% eða 132 milljónir frá árinu 2008.  “Til að mæta lækkandi tekjum hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar ásamt starfsmönnum unnið markvisst að því að ná niður rekstrarkostnaði. Þessi vinna er að skila árangri í fjárhagsáætlun árins 2010,” segir í tilkynningu. Fjárfestingum og viðhaldi fasteigna er haldið í lágmarki. Helstu framkvæmdir snúa að götum og gangstéttum í nýlegum hverfum með það að markmiði að tryggja öryggi vegfarenda, en fjárfest verður fyrir 33 milljónir á árinu 2010. Niðurstaða í rekstri Borgarbyggðar næsta ár verður jákvæð um 6,7 milljónir samkvæmt áætluninni.  Veltufé frá rekstri er áætlað tæpar 198 milljónir eða 8,8% af tekjum.  Afborganir lána eru áætlaðar 247 milljónir og nýjar lántökur aðeins 50 milljónir.  Þetta þýðir að skuldir sveitarfélagsins munu lækka um tæpar 200 milljónir á árinu 2010.

 

Sparnaðaraðgerðir farnar að skila árangri

“Þrátt fyrir að Borgarbyggð hafi glímt við erfiða fjárhagsstöðu frá miðju ári 2008, er ljóst að ýmis batamerki eru í fjárhagsáætlun árins 2010 enda er gert ráð fyrir frekari hagræðingaraðgerðum í rekstri sveitarfélagsins á árinu. Páll S Brynjarsson sveitarstjóri segir að sparnaður náist meðal annars í fræðslumálum vegna þess að börnum hefur fækkað í leikskólum og það dragi úr kostnaði auk þess sem stjórnunarstörfum hefur verið fækkað. “Sparnaðaraðgerðir sem farið í vorið 2009 eru nú að koma inn að fullum þunga. Varðandi grunnskólana er verið að gera ráð fyrir aukinni samkennslu sérstaklega í dreifbýlisskólunum Varmalandi og hjá Grunnskóla Borgarfjarðar. Síðan er einnig verið að draga úr kennslumagni í Borgarnesi en áætlanir gera ráð fyrir að hámarksfjöldi í bekk verði hækkaður áður en árgöngum er skipt upp í tvær bekkjardeildir.”

 

Ítrekuð bókun frá 6. janúar um skólana

Páll segir að fjárhagsáætlun geri ekki endilega ráð fyrir lokun starfsstöðva grunnskóla. “Bókun byggðaráðs frá 6. janúar síðastliðnum stendur hins vegar ennþá en þar er meðal annars gert ráð fyrir að horfa til frekari hagræðingaraðgerða í skólunum. Sú bókun var ítrekuð á sveitarstjórnarfundi 21. janúar enda gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 21. febrúar um hvort farið verði í frekari breytingar á rekstri starfsstöðva eða lokun einhverra þeirra.”

 

Páll segir að þriggja ára áætlun sveitarsjóðs hafi jafnframt verið lögð fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundinum í gær, en mikil vinna sé eftir við hana en stefnt að ljúka þeirri vinnu 10. febrúar nk.

“Við erum almennt mjög sátt við þá niðurstöðu að ná viðunandi veltu frá rekstri og jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Það er mjög jákvætt,” sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is