Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2010 03:24

Ekki breyting á svæðisfréttum RUV á Vesturlandi

Gísli Einarsson fréttamaður RUV á Vesturlandi
Ríkisútvarpið fer nú í gegnum harðan niðurskurðarpakka þar sem ríkisstjórnin ákvað fyrir áramót að halda eftir 10% af þeim nefskatti sem RUV var ætlað á fjárlögum. Þarf stofnunin því að spara um 300 milljónir króna á þessu ári. Í dag var á þriðja tug starfsmanna RUV sagt upp. Þeirra á meðal voru fréttamenn á Akureyri, Vestfjörðum og Austfjörðum. Starfsmaður RUV á Vesturlandi er Gísli Einarsson. Hann segir í samtali við Skessuhorn að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á starfsemi RUV á Vesturlandi og hann hafi ekki verið í hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf í dag. “Það verða engar breytingar á fréttaöflun af Vesturlandi,” segi hann.

Auk starfsmanna á landsbyggðinni voru þulir Sjónvarpsins, nokkrir starfsmenn Kastljóss og reyndir fréttamenn sem fengu uppsagnir. Útvarpsstjóri heldur í dag fund meðal starfsmanna í Reykjavík. Gísli Einarsson segist hafa verið á fyrri hluta þess fundar en sé nú kominn í Borgarnes og mun þaðan senda út svæðisútvarp Vesturlands og Vestfjarða síðdegis í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is