Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2010 04:07

Hundrað milljónir sparaðar í fræðslumálum í Borgarbyggð

Sem hlutfall af tekjum eru fræðslumál í Borgarbyggð langstærsti einstaki liðurinn í rekstri sveitarfélagsins. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2010 er gert ráð fyrir að málaflokkurinn taki til sín 64% af skatttekjum eða 1.071 milljón króna.  “Þetta er hlutfallsleg lækkun um tæplega 9% eða sem nemur rúmlega 101 milljón miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun,” segir í greinargerð sveitarstjóra með fjárhagsáætlun 2010.

Í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir lokun starfsstöðva grunnskóla, en ýmsar breytingar verða gerðar. Meðal þeirra má nefna að leikskólanum á Varmalandi verður lokað um mitt árið, hætt er byggðasamlagi um Laugargerðisskóla, sem Eyja- og Miklaholtshreppur tekur nú alfarið yfir.

Í greinargerð sveitarstjóra segir að helstu ástæður fyrir kostnaðarlækkunum séu þær að samkennsla verður aukin í grunnskólum og nemendur eru færri sem þýðir að stöðugildum fækkar og jafnframt er dregið úr yfirvinnu í grunnskólunum. Þá fækkar börnum á leikskólaaldri. Opnunartími leikskólanna hefur verið styttur, færri stöðugildi eru við stjórnun og minni yfirvinna hefur leitt til lækkunar á kostnaði í leikskólum. Rekstrarfyrirkomulagi Laugargerðisskóla hefur verið breytt og lækkar kostnaður Borgarbyggðar um 15 milljónir við að byggðasamlagi um skólann hefur verið hætt.

Í Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur kennslustundum verið fækkað og færri stöðugildi eru við skólann. Opnunartími tómstundaskóla hefur verið styttur, lækkun hefur orðið á niðurgreiðslu til dagmæðra, dregið úr yfirvinnu hjá sérfræðiþjónustu og fræðslustjóra og framlag vegna mennta- og menningarhúss lækkar um 43 milljónir frá endurskoðaðri áætlun 2009. Þá segir í greinargerðinni að ráðgert sé að leikskólagjöld hækki um 3%, vistunargjöld í tómstundaskóla hækki um 6%, en að mötuneytisgjöld í grunn- og leikskólum hækki um 10%.  Fyrirhugað er að 11,5 milljónir fari í viðhald skólahúsnæðis og skólalóða og 2,5 milljónir í nýframkvæmdir við skólalóðir við leik- og grunnskóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is