23. janúar. 2010 08:44
 |
Hvammsfjörður. Ljósm. Mats Wibe Lund. |
Orkustofnun hefur veitt Sjávarorku ehf. rannsóknarleyfi vegna sjávarfallavirkjunar í Hvammsfirði innst í Breiðafirði. Rannsóknarleyfið er veitt til sex ára og gildir til 31. desember 2016. Við undirbúning að útgáfu leyfisins var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, Breiðafjarðarnefndar og landeigenda, segir á vef Orkustofnunar. Leyfið tekur til rannsókna vegna sjávarfallavirkjunar og felur í sér heimild til handa leyfishafa til að framkvæma mælingar og rannsóknir á viðkomandi svæði, sem allt er innan netlaga, á leyfistíma í samræmi við rannsóknaráætlun. Leyfið felur þó ekki í sér heimild til nýtingar á sjávarföllum á umræddu svæði.