Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2010 07:04

Fundur fyrir Vesturland um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Miðvikudaginn 3. febrúar næstkomandi hafa Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi boðað til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið. Fundurinn, sem ætlaður er með íbúum alls Vesturlands, verður haldinn í sal Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst klukkan 17:00.  Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu ráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Nefndin skal kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar.

Að því loknu skal hún leggja fram drög um sameiningarkosti í hverjum landshluta og verði þau lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2010 til umræðu og álits. Að því loknu mun ráðherra leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014 sem byggist á umræðum og áliti landsþingsins.

 

Í ræðum Kristjáns L Möller samgönguráðherra undanfarin misseri hefur skýrt komið fram vilji hans til að lágmarksstærð sveitarfélaga verði 1.000 íbúar. Gangi þær fyrirætlanir eftir eru sex af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi sem líta þurfa til sameiningar við önnur á næstu árum. Þetta eru Grundarfjörður, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.

 

“Sameiningarnefnd ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga mun leggja áherslu á að sameining sveitarfélaga geti skapað betri forsendur fyrir frekari verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga, fyrir frekari breytingum á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og gert sveitarfélögum betur kleift að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra, svo sem varðandi íbúaþjónustu, stjórnsýslu, fjármál og ábyrgð,” segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

 

Samstarfsnefndin mun einnig meta fyrir hvert landssvæði hvaða aðrar aðgerðir gætu falið í sér frekari styrkingu viðkomandi sveitarfélaga í kjölfar sameiningar, svo sem varðandi breytta verkaskiptingu milli ríkis og viðkomandi sveitarfélaga, úrbætur á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, nýjar leiðir í uppbyggingu stjórnsýslu og grenndarlýðræðis, úrbætur á sviði félags,- fræðslu- og menningarmála, og stuðla að því að nýlegar aðgerðir og áætlanir á sviði atvinnu- og byggðamála skili sér til sveitarfélaganna.

 

Næstkomandi miðvikudag mun ráðherra og samstarfsnefndin fyrst eiga fund með stjórn SSV og forsvarsmönnum sveitarfélaga á Vesturlandi en eftir hann verður hinn almennir fundur sem að framan greinir.

 

Meðal frummælenda verður Flosi Eiríksson, formaður samstarfsnefndar og kynnir hann verkefnið “Nýjar leiðir í eflingu sveitarstjórnarstigsins.” Sigurður Tómas Björgvinsson, ráðgjafi sameiningarnefndar flytur erindið “Lærum af reynslunni – nýjar áherslur í sameiningarmálum.” Þá mun Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytja ávarp. Erindi verður úr röðum heimamanna sem jafnframt munu stýra fundinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is