Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2010 09:02

Samningsviðræður við Norðurál aftur af stað

Búist er við að kjarasamningar milli stéttarfélaganna og Norðuráls hefjist aftur í vikunni eftir sex vikna hlé. Stopp varð á viðræðunum um miðjan desember vegna málshöfðunar Félags vélstjóra og málmtæknimanna, VM, á hendur Norðuráli. Málið var tekið fyrir í félagsdómi síðastliðinn þriðjudag og er dóms að vænta á næstu dögum. Í kærunni felst að viðurkennt verði að VM fari með samningsaðild fyrir hönd tiltekinna starfsmanna Norðuráls við gerð nýs kjarasamnings.   Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness á fastlega von á því að boðað verði til samningafundar í þessari viku. Hann segir að framundan séu ærin verkefni við nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls. „Þar sem þetta mál hefur tafið kjaraviðræðurnar í hálfan annan mánuð hefur VLFA farið þess á leit við forsvarsmenn Norðuráls að viðræður hefjist að nýju á föstudaginn kemur,“ segir Vilhjálmur.

Hann segist bjartsýnn á komandi viðræður í ljósi þess að álverð sé nú í hæstu hæðum, eða 220 dollarar á tonnið. „Áliðnaðurinn virðist í góðri stöðu um þessar mundir og ég held að allar forsendur séu fyrir því að einhverju af ávinningnum verði skilað út til starfsmanna í næstu kjarasamningum,“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is