26. janúar. 2010 10:14
Á fundi bæjarráðs Akranes í síðustu viku voru teknar fyrir athugasemdir frá Leið, félags um bættar samgöngur á Íslandi, við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sem nú er unnið að. Bæjarráð tekur undir ábendingar forsvarsmanna Leiðar að inn í aðalskipulagið vanti áherslu um þverun Grunnafjarðar. Í stefnumótun til framtíðar ætti að gera ráð fyrir veglínu í samræmi við ályktanir SSV og ítrekaðar umsagnir sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Rún Halldórsdóttir fulltrúi VG í bæjarráði lagði fram bókun vegna samþykktar bæjarráðs. Þar minnir Rún á að Grunnafjörður sé friðaðan og eitt þriggja Ramsarsvæða á Íslandi. Hin svæðin tvö séu Mývatn og Þjórsárver.
„Ramsarsáttmálinn er alþjóðlegur sáttmáli um vernd votlendis. Vegur um Grunnafjörð gæti valdið miklum náttúruspjöllum. Vegur yfir ósinn við Hvítanes er varasamur nema full vatnsskipti séu tryggð á milli sjávarfalla til að ekki hljótist skaði af,“ segir Rún í bókun sinni.