Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2010 01:45

Útisigur Snæfells í Garðabænum

Snæfellsstrákarnir gerðu góða ferð í Garðabæ í gærkvöldi þar sem þeir sigruðu Stjörnuna 93:87 í IE-deildinni. Snæfell er nú með hagstæðari stöðu þessara liði í innbyrðisviðureignum, en bæði berjast þau um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar, sem eru mjög mikilvæg þegar komið er í úrslitakeppnina.   Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og það tók Snæfell fjórar mínútur að hitta körfuna. Snæfell var eilítið undir eftir fyrsta leikhluta en var komið yfir í hálfleik 46:43. Jafnt var síðan með liðinum lengst af þriðja leikhluta, en Stjörnumenn tóku sprett þegar leið á og voru með sjö stiga forystu, 70:63, fyrir lokasprettinn. Snæfellingar settu þá í gírinn, náðu að jafna  76:76 og eftir það var allt í járnum. Það var taugastyrkleiki gestanna á vítalínunni undir lokin sem ráði úrslitum.

Sean Burton, Hlynur Bæringsson og Emil Þór Jóhannsson voru allir traustir á vítalínunni og mikilvægur sigur í toppslagnum fyrir Snæfellinga varð staðreynd.

 

Emil var að spila fanta vel í leiknum, skoraði 21 stig og tók sex fráköst. Sean Burton var þó stigahæstur með 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hlynur var að vanda með baráttuna í lagi, skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. Þá var Sigurður Þorvaldsson gríðarlega nettur, setti niður 18 stig og tók átta fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is