26. janúar. 2010 04:06
Stjórnir Útvegsmannafélags Snæfellsness og Smábátafélagsins Snæfells vara við öllum hugmyndum stjórnvalda um fyrningu aflaheimilda. “Ljóst er að þær munu leiða til fjöldagjaldþrots í atvinnugreininni eins og skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte frá síðasta ári sýnir glögglega.” Ályktun þessa efnis var samþykkt á sameiginlegum fundi stjórnar Útvegsmannafélags Snæfellsness og stjórnar Smábátafélagsins Snæfells, sem haldinn var í gær, 25. janúar. Félögin skora jafnframt á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að fara varlega í allar breytingar á landhelgislögunum, nema að höfðu víðtæku samráði við alla hagsmunaaðila í sjávarútvegi.